BASL

Á Barnaspítala Hringsins er viðurkennt sérnám í barnalækningum. Miðað er við að barnasérnámslæknar (BASL) geti tekið tvö ár af skipulögðu námi á Barnaspítalanum skv marklýsingu sem samþykkt hefur verið af Leyfis- og hæfnisnefnd Heilbrigðisráðuneytisins.
Kennslustjóri framhaldsnáms á Barnaspítala Hringsins er Valtýr Stefánsson Thors, barnalæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum barna. Áður gegndi Þórður Þórkelsson, yfirlæknir Vökudeildar því starfi og á stóran þátt í samningu Marklýsingarinnar og upphafi sérnámsins.

Kennsluráð er skipað eftirfarandi aðilum:
Kennslustjóri: Valtýr Stefánsson Thors
Forstöðumaður færðasviðs í barnalækningum: Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum
Klínískir yfirlæknar Barnaspítala Hringsins:
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir barnalækninga, Þórður Þórkelsson, yfirlæknir Vökudeildar og Kristján Óskarsson, yfirlæknir barnaskurðdeildar.
Fulltrúi BASL: Sara Magnea Arnarsdóttir/Finnbogi Ómarsson

Einnig má finna upplýsingar hér um sérnám í barnlækningum, m.a. upplýsingar fyrir umsækjendur.



Barnalæknar í sérnámi á Barnaspítala Hringsins:

  • Ásdís Hrönn Sigurðardóttir
  • Birta Bæringsdóttir
  • Bodi-Bilig Bold
  • Elin Óla Klemenzdóttir
  • Helga Þórunn Óttarsdóttir
  • Helga Þráinsdóttir
  • Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson
  • Íris Kristinsdóttir
  • Jens Georg Waagsbo Stensrud
  • Kristín Júlía Erlingsdóttir
  • Kristín Óskarsdóttir
  • Stefán Orri Ragnarsson
  • Viktoría Hróbjartsdóttir


Kennsla sérnámslækna er bæði klínísk/verkleg og bókleg.
Formlegir fyrirlestrar og fundir eru:
Þriðjudagar: klínískt tilfelli
Miðvikudagar: hádegisfundur
Fimmtudagar. Fræðslufundur Barnaspítala Hringsins
Föstudagur: Grand – round
Föstudagur: Formleg BASL-kennsla
Auk þess taka BASLarar þátt í verklegri kennslu læknanema. Einnig eru fræðsluerindi læknanema (greinakynningar) á morgunfundum Barnaspítala Hringsins.

Sérfæðingar sjá um kennslu á föstudögum,
skrá yfir fyrirlestra og fyrirlesara er hér


BASL-dagar
BASL-dagur að vori er helgaður faglegum og fræðilegum efnum, rannsóknum BASLara eða annarra o.s.frv.
BASL-dagur að hausti er meira helgaður klínískum verkefnum, gæðaskjölum, klínískum leiðbeiningum o.s.frv.


Kristján Hauksson BASLari
á góðum degi !