Yfirlýsing: Þær ritgerðir sem birtar eru þessari síðu voru hluti af námsmati í barnalækningum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðirnar hafa ekki verið leiðréttar af umsjónarkennurum námskeiðsins með tilliti til réttmætis þeirra upplýsinga sem fram koma og eru því ekki ritrýndar heimildir. Ritgerðinar eru birtar eins og þær bárust frá nemandanum og með þeirra leyfi.
Ágætu læknanemar! Ritgerð er hluti af náminu í barnalækningum. Veljið ykkur ritgerðarefni á listanum hér að neðan, þó þannig að ekki skrifi tveir nemar um sama efnið!
Ritgerðin má ekki vera lengri en 1200 orð. Þið byggið ritgerðina á greinum eða öðru efni. Ritgerðina þarf ekki að setja upp sem heimildarritgerð en pdf af þremur greinum sem þið studdust helst við þurfa að fylgja henni.
Eðlilegt er að kaflaskipta ritgerðinni, t.d. Titilsíða (heiti ritgerðar, nafn nemanda, nafn HÍ og um hvaða námskeið er að ræða, mánuður og ár), inngangur (almenn umfjöllun um spurninguna), fagleg umræða um verkefnið (gerð grein fyrr heimildaleit og vali á greinum, fagleg umræða um verkefnið), niðurstaða (umræða um niðurstöðuna og hún rökstudd).
Ritgerðin er svo send með t-pósti til ÁH ásamt þeim pdf af þremur greinum sem hún er aðallega byggð á (asgeir@lsh.is)
Ritgerðin er metin sem hluti af einkunn.
Ritgerðirnar verða mögulega birtar á heimasíðu námskeiðsins (nema viðkomandi nemi óski annars). Því er mikilvægt að þið setjð eftirfarandi setningu í ritgerðina (t.d. aftan við textann eða neðanmáls á forsíðu):
Þessi ritgerð er hluti af prófi/námsmati í barnalæknisfræði/barnalækningum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin hefur ekki verið leiðrétt af umsjónarkennurum námskeiðsins með tilliti til réttmætis þeirra upplýsinga sem fram koma og er því ekki ritrýnd heimild. Hún er birt eins og hún barst frá nemandanum og með hans leyfi.
Ritgerðarefnin eru í skjalinu hér að neðan, nýjustu efnin eru neðst.
Ritgerðir frá fyrri nemum eru þar fyrir neðan!
Góða skemmtun.
Ritgerðir fyrri læknanema (frá 2021 sem gáfu heimild til birtingar)