Ágæti læknanemi.
Velkominn á kúrsus í barnalækningum, sem hefst mánudaginn 21. október 2024
Á síðunni barnalaekningar.hi.is undir flipanum “Um námið” finnið þið ýmsar upplýsingar um námið ásamt fyrirlestraskrá, upplýsingar um skiptingu læknanema á mismunandi deildir Barnaspítala Hringsins, niðurröðun á vaktir, upplýsingar um seminör, klíníkur og fleira. Fyrirlestrar kennara ásamt ásamt fleiri upplýsinum námið eru á sömu síðu undir flipanum “Kennarar og fyrirlestrar” og eru fyrirlestrarnir vistaðir undir nafni kennaranna.
Almennt er klínísk deildarvinna á morgnana, en fyrirlestrar og klíníkur eftir hádegið. Nemar taka einnig vaktir á kvöldin og um helgar. Frjáls mæting er í fyrirlestra en skyldumæting er í allt verklegt nám.
Kennsla í erfðalæknisfræði fer fram samtíma barnalækningakúrsinum og er að hluta til tengd barnalækningunum.
Kúrsinn er í stöðugri þróun og eru nokkrar breytingar gerðar frá ári til árs. Áfram er að sjálfsögðu unnið að þróun námsins í barnalækningum. Í lok náskeiðsins fáið þið kennslukönnun sem ég bið ykkur um að svara og taka þannig þátt í þróun kennslunnar. Ábendingar um það sem betur mætti fara eru velkomnar. Markmiðið er að gera góðan kúrs enn betri.
Kynning á náminu verður mánudaginn 21. október kl. 13.00 Ég vil biðja ykkur að mæta í anddyri Barnaspítala Hringsins . Gert er ráð fyrir, að þið hafið þá þegar nálgast sjúkrahúsklæðnað fyrir starfið. Þið fáið afnot af skápum á Barnaspítalnum, lykla fáið þið lánaða hjá okkur gegn 1000 kr. tryggingu! sem þarf að greiðast með reiðufé.
Það er sameiginlegt markmið læknanema og starfsfólks Barnaspítala Hringsins að kúrsinn verði gagnlegur og ánægjulegur. Við hlökkum til samstarfsins.
Kær kveðja,
Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, forstöðumaður fræðasviðs Barnaspítala Hringsins, Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Upplýsingar um klínískt nám á Barnaspítala Hringsins
Mat á klínisku námi – hér eru auka eyðublöð fyrir skráningu á klínísku námi