Fræðasvið barnalæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands er tengt Barnaspítala Hringsins á Landspítala og sinnir rannsóknum og kennslu í barnalækningum. Kennslan fer fram á Barnaspítala Hringsins.

Kennsla í barnalækninum við Læknadeild Háskóla Íslands fer fram á 5. ári í læknisfræði. Námið bæði bóklegt og verklegt. Námið fer fram á Barnaspítala Hringsins, Landspítala.

Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu í barnalæknisfræði. Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að skoða, umgangast og sjúkdómsgreina veik börn og gera tillögur um rannsóknir og meðferð. Kennarar eru flestir barnalæknar Barnaspítala Hringsins auk annarra barnalækna utan spítalins.

Forsvarsmaður barnalækninga er Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðsins á Landspítala.

Allir læknar Barnaspítala Hringsins, barnalæknar, sérnámslæknar og aðrir læknar og allt starfsfólk Barnaspítla Hringsins eru kennarar og leiðbeinendur á kúrsinum!

Fastir kennarar eru:

Hans Tómas Björnsson, prófessor
Kristján Óskarsson, aðjúnkt
Ólafur Gísli Jónsson, aðjúnkt
Ragnar Grímur Bjarnason, prófessor
Valtýr Stefánsson Thors, aðjúnkt
Viðar Örn Eðvarðsson, prófessor
Helga Elídóttir, aðjúnkt

Ingibjörg M. Steinþórsdóttir, heilbrigðisgagnafræðingur á Barnaspítala Hringsins, tekur einnig virkan þátt í skipulagninu og framkvæmd námskeiðsins.